9.7.2007 | 21:19
Mynd
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2007 | 20:36
Syningar
Ta erum vid komnar heim aftur eftir tveggja daga hundasyningu i rigningu og kulda. Anne-Marie er nu ekki ad keyra um a nyjum bil, hun keyrir eldgamlan Audi arg. 83. Eg furdadi mig nu a tvi hvernig hun aetladi ad koma öllum hundunum inn i bilinn asamt öllum graejunum!!
Tetta voru tvaer syningar, laugardag og sunnudag og voru taer uti. Eg tok nu ekki med nein hly föt tannig ad eg var hreinlega ad deyja ur kulda. Tad var vaknad bada dagana kl. 6 um morgunin til ad bada og blasa. Tjaldad var upp syningartjald, sem var sma skyli og tar inn fer snyrtibord og bur med öllum hundunum i. Tad ma segja ad tetta hafi verid dagurinn hennar Anne-Marie i dag, a syningu schnauzer og pincherklubbsins atti hun besta hund og bestu tik i svart og silfur og lika i svörtum! Tad var hvolpur fra henni sem var BIS1 og hundur fra henni vard BIS2. Her er keppt um besta unghund syningar og tad var hundur fra henni sem vard bestur tar lika. Geri adrir betur! Hun var lika alveg i loftinu yfir tessu. Eg syndi einn hund i urslitum sem vard 3. besti rakkinn og svo syndi eg tik sem enginn atti von a ad kaemist neitt afram, en hun vard besta tik tegundar. Tikin kunni ekki ad standa eda labba almennilega i syningartaumi. Eg for ut fyrir tjaldid med hana rett adur en vid forum i hringinn og aefdi hana pinulitid. Tad var natturlega rosalega gaman ad hun skyldi svo vinna. Eg tok fullt af myndum en get ekki sett taer inn her.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 10:57
Sol og hiti
Her er steikjandi hiti og sol uti. Anne-Marie a mjog flotta hunda, allt fullt af litlum Dimmum Teir lata sko heyra i ser herna. Minir hundar eru bara salirolegir :) Vid spjolludum til kl. 3 i nott a saenskum tima. Hun byr i pinulitlu gömlu husi, mjög kosi. Tetta verdur mjög gaman, eigum eftir ad skoda fullt af hundum og svo verdur syningin natturlega mjog spennandi.
Eg aetla ad reyna ad muna eftir myndavelinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2007 | 15:10
Svíþjóð
Ég er alltaf svolítíð kvíðin fyrir flug og finnst ég alveg ómissandi heima fyrir. Hef áhyggjur af því hvernig fjölskyldan spjarar sig án mín. Auðvitað þarf ég að sleppa takinu, tvo eldri börnin orðin fullorðin má segja, en samt...
Jæja, ég er núna stödd á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi. Er að bíða eftir flugi til Lileå sem er í norður Svíþjóð. Flugið fer ekki fyrr en kl. 21.00 í kvöld þannig að það er svolítið langt að bíða. Ég er með heimboð frá sænskum ræktanda sem ég kynntist þegar ég keypti af henni hann Núma minn sem er dvergschnauzer. Ég hef haldið góðu sambandi við hana Anne-Marie frá því áður en Númi fæddist. Hún vildi endilega að ég kæmi og færi með henni á hundasýningu í Piteå. Þetta er ansi stór sýning að mér skilst með 16 hringjum og ansi mörgum hundum. Það verða tvær sýningar þarna og dvergschnauzerar verða sýndir bæði á laugardag og sunnudag á báðum sýningunum. Algjör sæla og örugglega rosalega gaman. Ég hlakka mikið til, en við keyrum þangað á föstudaginn og verðum í Piteå fram á mánudag. Á miðvikudaginn flýg ég svo aftur til Stokkhólms og ætla að vera hjá vinkonu minni henni Ólöfu í tvær nætur í sæta dúkkubústaðnum hennar. Það verður gott að koma til Ólafar, hún tekur alltaf svo vel á mót manni og það er alveg einstaklega kósí að vera í þessum bústað. Þetta er svona bústaðahverfi með götuheitum og húsnúmerum. Salernisaðstaða og sturtur eins og á tjaldstæðum heima en bústaðurinn þeirra er lítill og svo er ennþá minni gestabústaður í garðinum. Það er hægt að sjá mynd af gestabústaðnum hér fyrir neðan en mér finnst þetta vera algjört dúkkuhús. Meira að segja er hún með íslenska fánann þarna til að merkja þetta nú íslensku gestunum sínum.
Annars varð ég mér til algjörrar skammar í flugvélinni áðan. Ég keypti mér samloku með skinku og osti og einhverjir paprikubitar voru líka í samlokunni. Haldiði að ég hafi ekki misst paprikubita í lærisvasann á manninum sem sat við hliðina á mér !!!! Þvílíkur bömmer! Hann var nú sofandi þannig að ég hreinlega horfði á eftir bitanum niður í vasann hjá honum og langaði mest af öllu til að fara með hendina og ná í helv... bitann, en gat setið á mér J Hitti þennan mann vonandi aldrei aftur í lífinu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)