Svíþjóð

Ég er alltaf svolítíð kvíðin fyrir flug og finnst ég alveg ómissandi heima fyrir. Hef áhyggjur af því hvernig fjölskyldan spjarar sig án mín. Auðvitað þarf ég að sleppa takinu, tvo eldri börnin orðin fullorðin má segja, en samt...

Jæja, ég er núna stödd á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi. Er að bíða eftir flugi til Lileå sem er í norður Svíþjóð. Flugið fer ekki fyrr en kl. 21.00 í kvöld þannig að það er svolítið langt að bíða. Ég er með heimboð frá sænskum ræktanda sem ég kynntist þegar ég keypti af henni hann Núma minn sem er dvergschnauzer. Ég hef haldið góðu sambandi við hana Anne-Marie frá því áður en Númi fæddist. Hún vildi endilega að ég kæmi og færi með henni á hundasýningu í Piteå. Þetta er ansi stór sýning að mér skilst með 16 hringjum og ansi mörgum hundum. Það verða tvær sýningar þarna og dvergschnauzerar verða sýndir bæði á laugardag og sunnudag á báðum sýningunum. Algjör sæla og örugglega rosalega gaman. Ég hlakka mikið til, en við keyrum þangað á föstudaginn og verðum í Piteå fram á mánudag. Á miðvikudaginn flýg ég svo aftur til Stokkhólms og ætla að vera hjá vinkonu minni henni Ólöfu í tvær nætur í sæta dúkkubústaðnum hennar. Það verður gott að koma til Ólafar, hún tekur alltaf svo vel á mót manni og það er alveg einstaklega kósí að vera í þessum bústað. Þetta er svona bústaðahverfi með götuheitum og húsnúmerum. Salernisaðstaða og sturtur eins og á tjaldstæðum heima en bústaðurinn þeirra er lítill og svo er ennþá minni gestabústaður í garðinum. Það er hægt að sjá mynd af gestabústaðnum hér fyrir neðan en mér finnst þetta vera algjört dúkkuhús. Meira að segja er hún með íslenska fánann þarna til að merkja þetta nú íslensku gestunum sínum.

IMG_1105

Annars varð ég mér til algjörrar skammar í flugvélinni áðan. Ég keypti mér samloku með skinku og osti og einhverjir paprikubitar voru líka í samlokunni. Haldiði að ég hafi ekki misst paprikubita í lærisvasann á manninum sem sat við hliðina á mér !!!! Þvílíkur bömmer! Hann var nú sofandi þannig að ég hreinlega horfði á eftir bitanum niður í vasann hjá honum og langaði mest af öllu til að fara með hendina og ná í helv... bitann, en gat setið á mér J Hitti þennan mann vonandi aldrei aftur í lífinu!


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ mamma mín! ég var bara að sjá þessa síðu í fyrsta skipti núna, ég vissi ekki að þú værir bloggari í þér... við spjörum okkur alveg hérna heima, hafðu það bara gott og góða skemmtun :) koss og knús

Eva Hrund (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband